Thursday, August 16, 2007

 

Að vökva umbúðir

Þegar maður er vafin frá ökkla upp í nára, geta hversdagslega hlutir orðið ótrúlega flóknir. Eitt af þeim er að fara í sturtu. Það er nefnilega ekki auðvelt að komast hjá því að bleyta umbúðirnar. Til að koma í veg fyrir það, fjárfesti ég í svokölluðum laxapokum. Langir og mjóir pokar sem passa vel utan um fótleggina. Síðan "teipa" ég pokana fyrir ofan og neðan umbúðirnar. Ætti að vera mjög auðvelt... en er það ekki. Einhvern veginn nær vatnið alltaf að smokra sér undir laxapokana (þó að þær séu festir allan hringinn) og bleyta allar umbúðirnar. Það er alveg sama hvað ég reyni, þær blotna alltaf.

Þá er bara að þurrka þær vandlega með hárblásara. Eitthvað segir mér að það sé ekki gott að láta blautar umbúðir liggja á sárunum.

Comments:
hei þá er bara að taka upp gamaldagsmátann að fara í sturtu og það er að bleyta þvottapoka og skrúbba svo ;)
andsk....er ég upptekin eftir að ég byrjaði að vinna - kem heim að ganga 6 þessa dagana - en ég fer aaalveg að koma :)
knúsar
 
Haha, ég sé þig nú alveg í anda að reyna að fara í sturtu með svaka umbúðir á fótunum :) En vonandi gengur þér vel að ná þér eftir aðgerðina.
 
Hehe já þetta er hálf kómískt. Mér gekk þó miklu betur í dag og þetta kemur greinilega með æfingunni.
Elín mín, þú ert alltaf velkomin..þegar þú hefur tíma.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?