Friday, August 17, 2007
Lélegt hjá Bylgjunni/Nings
Ókei, ég veit að ég er að reyna að vera jákvæð, en ég bara get ekki sleppt því að skrifa um þennan vinning sem ég fékk í sumarleik Bylgjunnar og Nings. Þegar Ívar Guðmundsson talaði við mig "í beinni" sagði hann að ég hefði unnið borgarferð fyrir tvo til Evrópu. Borgarferð er skilgreind á heimasíðu Icelandair sem pakkaferð til borgar í Evrópu, með hóteli og flugi.
Þegar ég fékk gjafabréfið í hendurnar stendur á því að ég hafi unnið flugfar fyrir tvo til e-s áfangastaðar í Evrópu OG að flugvallaskattar og gjöld séu ekki innfalin.
Ég gat nú ekki annað en farið að hlæja þegar ég sá þetta. Það kemur sem sagt til með að kosta mig heilan helling að nota þennan vinning. Ég ætti kannski að hringja í Flugleiði og athuga hvort ég fái nú ekki örugglega far til baka.
Æ þetta var bara eitthvað svo hallærislegt að ég varð að deila þessu.
Þegar ég fékk gjafabréfið í hendurnar stendur á því að ég hafi unnið flugfar fyrir tvo til e-s áfangastaðar í Evrópu OG að flugvallaskattar og gjöld séu ekki innfalin.
Ég gat nú ekki annað en farið að hlæja þegar ég sá þetta. Það kemur sem sagt til með að kosta mig heilan helling að nota þennan vinning. Ég ætti kannski að hringja í Flugleiði og athuga hvort ég fái nú ekki örugglega far til baka.
Æ þetta var bara eitthvað svo hallærislegt að ég varð að deila þessu.
Comments:
<< Home
Ekkert hótel sem sagt? Æ æ. Lummó.
Það er samt hægt að finna ódýr hótel á netinu. Ég vona að þú getir nýtt þér vinninginn.
Það er samt hægt að finna ódýr hótel á netinu. Ég vona að þú getir nýtt þér vinninginn.
hei þú ferð að sjálfsögðu lengra með þetta - í blöðin - sendu póst á fréttablaðið eða blaðið eða moggann :)
hei auðvitað talarðu við neytendastofu - og hmmm þetta var ég sem kom með athugasemdina hérna fyrir ofan með errinu ehe ;)
Ég hugsa að ég eigi nú eftir að reyna að nota þennan vinning og borga þá flugvallaskatta og gjöld og hótel líka.
Ég efast um að ég fari með þetta í blöðin, þetta er nú varla svo merkilegt. Þeir hefðu samt átt að tala um þetta sem flug fyrir tvo til Evrópu, þegar þeir auglýstu þetta, ekki borgarferð.
Post a Comment
Ég efast um að ég fari með þetta í blöðin, þetta er nú varla svo merkilegt. Þeir hefðu samt átt að tala um þetta sem flug fyrir tvo til Evrópu, þegar þeir auglýstu þetta, ekki borgarferð.
<< Home