Tuesday, April 03, 2007

 

Draumar

Suma morgna verð ég bara hreinlega að "snúsa" vekjaraklukkuna mína og halda áfram að dreyma. Það er þegar ég er í miðju verkefni í draumnum og þar sem ég er vel upp alin vil ég að sjálfsögðu klára verkefnið.

Það var einmitt þannig draumur, sem mig dreymdi í morgun. Ég þurfti að finna mömmu á ættarmótinu, af því að það var síminn til hennar. Ég var sem sagt stödd á ættarmóti, á Broadway og þurfti að finna mömmu til að hún gæti staðfest það við lögregluna að ég væri sú sem ég segðist vera. Ég var með fullt af gömlum námsbókum í poka, sem ég ætlaði svo að skipta á skiptibókamarkaðinum (sem var einhverra hluta á ættarmótinu á Broadway), áður en það lokaði hjá þeim.

Stundum eru draumar alger steypa. Af hverju var mig að dreyma svona rugl.

Comments:
Greinilega merki um að þú eigir að sækja um í skóla :)
 
Þetta er auðráðanlegur draumur. Þér finnst þú þurfa að hringja og spjalla við móður þína um að hætta þessu lífeyrissjóðadjammi (Broadway) og fara og fjárfesta í skólabókum. Þetta með móðurina tengist líka móðurlegum tilfinningum þínum = leikskólakennari!
Eureka!!!
 
Hehe áhugavert. Og löggan?
 
Löggan er greinilega kennarinn sem er að reka á eftir þér með verkefnin sem þú átt að skila - eða hmmm kannski bara Nonni boy brjál yfir að þú sért hætt ahahahahah
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?