Monday, February 05, 2007
Stolt af syninum
Það er alveg greinilegt að Ritalínið er að hjálpa syninum. Við vorum í foreldraviðtali í morgun og drengurinn fékk 9,8 í stærðfræði. Kennarinn hafði orð á því hvað hann afkastaði miklu meira í tímum og ætti auðveldara með að einbeita sér. Allar umsagnir voru mjög góðar og á þá leið að hann hefði bætt sig mikið og færi betur eftir fyrirmælum.
Ég held að það sé ekki spurning að láta hann halda áfram á Ritalíninu (eða öðru sambærilegu) út þetta skólaár. Það er svo alltaf hægt að endurmeta stöðuna í haust og sjá hvort þörf er á áframhaldandi lyfjagjöf.
Ég held að það sé ekki spurning að láta hann halda áfram á Ritalíninu (eða öðru sambærilegu) út þetta skólaár. Það er svo alltaf hægt að endurmeta stöðuna í haust og sjá hvort þörf er á áframhaldandi lyfjagjöf.
Comments:
<< Home
Æi hvað það er frábært að heyra þetta Veiga mín. Þetta styður mig að lesa þetta að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Strákurinn minn byrjar nefnilega á Ritalini í næstu viku þar sem hann á svo erfitt með að einbeita sér. Ég leyfi þér að fylgjast með hvernig þetta heppnast hjá okkur!
Ég er mjög sátt við þetta kerfi á lyfjagjöfinni. Hann tekur lyfið bara þegar hann er í skólanum, ekki í skólafríum og um helgar.
til hamingju með drenginn! það hlaut að vera að á bak við óróleikan byggi snirlingur eins og mamma sín :)
Post a Comment
<< Home