Saturday, February 24, 2007

 

Litla systir

Litla systir á afmæli í dag. Hún er að verða þrítug þessi elska. Að sjálfsögðu verður haldið upp á daginn með pomp og prakt. Hún ætlar að halda heilmikla veislu og bjóða vel yfir hundrað manns. Allir eiga að mæta í gervi þekktrar persónu. Það verður eflaust mikið glens og gaman.

Hún systir mín er alveg einstök. Hún er einfaldlega besta systir í heimi. Við höfum gengið saman í gengum súrt og sætt. Lífið væri ansi litlaust án hennar.

Til hamingju með afmælið, elsku Olla mín. Megi Guð og gæfan fylgja þér um ókomna tíð.


Monday, February 19, 2007

 

Tryggingar

Ég var að fá uppgefið hvað ég á að borga í ábyrgðartryggingu á bílnum mínum. Bíllinn minn er 8 ára gamall Nissan Almera, lítill og nettur. Ég á að borga 78.000 í tryggingu fyrir árið. Ef ég myndi selja bílinn, þá fengi ég svona 100-150 þús. fyrir hann. Þetta finnst mér ekki sanngjarnt. Við hvað miða þeir eiginlega, þegar þeir ákveða upphæð trygginga. Væri ekki sanngjarnara að horfa líka á verðmæti bílsins?

Ég tryggi bílinn minn hjá Sjóvá. Ég var ekki ein þeirra "heppnu" sem fékk endurgreiðslu. Það er vegna þess að ég tryggi ekki nóg hjá Sjóva. Ég er bara með tvær grunntryggingar og fæ þar af leiðandi engan afslátt. Life is a bitch and then you die.

Monday, February 05, 2007

 

Stolt af syninum

Það er alveg greinilegt að Ritalínið er að hjálpa syninum. Við vorum í foreldraviðtali í morgun og drengurinn fékk 9,8 í stærðfræði. Kennarinn hafði orð á því hvað hann afkastaði miklu meira í tímum og ætti auðveldara með að einbeita sér. Allar umsagnir voru mjög góðar og á þá leið að hann hefði bætt sig mikið og færi betur eftir fyrirmælum.

Ég held að það sé ekki spurning að láta hann halda áfram á Ritalíninu (eða öðru sambærilegu) út þetta skólaár. Það er svo alltaf hægt að endurmeta stöðuna í haust og sjá hvort þörf er á áframhaldandi lyfjagjöf.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?