Saturday, February 24, 2007

 

Litla systir

Litla systir á afmæli í dag. Hún er að verða þrítug þessi elska. Að sjálfsögðu verður haldið upp á daginn með pomp og prakt. Hún ætlar að halda heilmikla veislu og bjóða vel yfir hundrað manns. Allir eiga að mæta í gervi þekktrar persónu. Það verður eflaust mikið glens og gaman.

Hún systir mín er alveg einstök. Hún er einfaldlega besta systir í heimi. Við höfum gengið saman í gengum súrt og sætt. Lífið væri ansi litlaust án hennar.

Til hamingju með afmælið, elsku Olla mín. Megi Guð og gæfan fylgja þér um ókomna tíð.


Comments:
Til hamingju mað hana!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?