Friday, December 22, 2006
Gleðileg Jól
Besta jólaauglýsingin
Gamla góða kók-auglýsingin, kemur mér alltaf í jólaskap. Þrátt fyrir að hún sé orðin 35 ára, er hún alltaf jafn góð. Ég ætla að láta textann fylgja með, því ég kann ekki að setja myndbönd inn á bloggið mitt. Þá geta allir sungið með, næst þegar þeir sjá auglýsinguna.
I'd like to buy the world a home and furnish it with love,
Grow apple trees and honey bees, and snow white turtle doves.
I'd like to teach the world to sing in perfect harmony,
I'd like to buy the world a Coke and keep it company.
I'd like to buy the world a home and furnish it with love,
Grow apple trees and honey bees, and snow white turtle doves.
I'd like to teach the world to sing in perfect harmony,
I'd like to buy the world a Coke and keep it company.
Friday, December 15, 2006
ADHD og Ritalín
Ég fór með soninn í endurmat til barnalæknisins á miðvikudaginn. Hann hafði talað um það að við endurmætum stöðuna í desember. Þrátt fyrir að sonurinn hafi bætt hegðun sína töluvert, vantar ennþá uppá einbeitninguna hjá honum og þrátt fyrir stuðning hefur það lítið lagast. Hann er yfirleitt fastur í sínum heimi og það tekur hann óratíma að koma sér að verki. Hann verður svekktur og pirraður, þegar hann finnur vanmátt sinn til að einbeita sér og það brýst út í prakkaraskap hjá honum.
Við tókum þá ákvörðun að nú væri kominn tími á að prófa næsta skref. Hann verður sem sagt settur á Ritalín eftir jólafrí. Hann kemur til með að nota Ritalínið þá daga sem hann er í skólanum, en ekki um helgar eða í skólafríum. Til að byrja með tekur hann lyfið í einn mánuð og svo verður metið, hvort það er að gagnast honum.
Ég vil að sjálfsögðu gera allt sem í minu valdi stendur, til að syni mínum líði betur í skólanum og hann nái að nýta sér þá kennslu sem er í boði. Ég hef ekkert á móti Ritalíni (eða sambærilegum lyfjum) og veit um börn sem gengur miklu betur að einbeita sér, eftir að þau fóru að taka lyf. Þetta var samt ekkert auðveld ákvörðun.
Við tókum þá ákvörðun að nú væri kominn tími á að prófa næsta skref. Hann verður sem sagt settur á Ritalín eftir jólafrí. Hann kemur til með að nota Ritalínið þá daga sem hann er í skólanum, en ekki um helgar eða í skólafríum. Til að byrja með tekur hann lyfið í einn mánuð og svo verður metið, hvort það er að gagnast honum.
Ég vil að sjálfsögðu gera allt sem í minu valdi stendur, til að syni mínum líði betur í skólanum og hann nái að nýta sér þá kennslu sem er í boði. Ég hef ekkert á móti Ritalíni (eða sambærilegum lyfjum) og veit um börn sem gengur miklu betur að einbeita sér, eftir að þau fóru að taka lyf. Þetta var samt ekkert auðveld ákvörðun.
Monday, December 11, 2006
Hrói bjargar jólunum
Ég er nýbúin að lesa þessa bók með honum syni mínum og okkur fannst hún alveg bráðskemmtileg.
Annars hef ég lítinn tíma til að blogga. Jólastressið hefur gripið mig föstum tökum þetta árið og það er ekki gott. Aðeins þrettán dagar til jóla og enn á eftir að baka, þrífa og kaupa jólagjafir. Ég veit, anda djúpt og hugsa jákvætt.