Monday, December 11, 2006

 

Hrói bjargar jólunum




Ég er nýbúin að lesa þessa bók með honum syni mínum og okkur fannst hún alveg bráðskemmtileg.

Annars hef ég lítinn tíma til að blogga. Jólastressið hefur gripið mig föstum tökum þetta árið og það er ekki gott. Aðeins þrettán dagar til jóla og enn á eftir að baka, þrífa og kaupa jólagjafir. Ég veit, anda djúpt og hugsa jákvætt.

Comments:
Mundu ... jólin koma hvort sem þú sért búin að þrífa í öllum skápum eða ekki ... svo ekki vera að stressa þig of mikið af óþörfu :)
 
þokkalega sammála önnu - jólin koma þótt þú þrífir ekki - þannig að ég myndi einblína á jólagjafirnar og kaupa bara kökurnar eða fara í heimsókn eitthvert annað og borða bara kökur þar - alltaf velkomin til mín - ég náði að baka eina sort áðan þegar ég kom heim úr vinnunni - en ég held að ungarnir mínir séu búnir að borða næstum allar kökurnar ;)
 
Dont worry, jólin koma, ég á líka eftir að kaupa allar jólagjafir, ætla ekkert að þrífa extra og það fást svakalega góðar kökur í búðinni. :)
 
Líst vel á þessi ráð! Sjálf baka ég ekki, en ég ætla samt að skúra fyrir jólin. Hefði reyndar skúrað hvort sem er, þar sem það er ekki vanþörf á því. :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?