Friday, December 15, 2006
ADHD og Ritalín
Ég fór með soninn í endurmat til barnalæknisins á miðvikudaginn. Hann hafði talað um það að við endurmætum stöðuna í desember. Þrátt fyrir að sonurinn hafi bætt hegðun sína töluvert, vantar ennþá uppá einbeitninguna hjá honum og þrátt fyrir stuðning hefur það lítið lagast. Hann er yfirleitt fastur í sínum heimi og það tekur hann óratíma að koma sér að verki. Hann verður svekktur og pirraður, þegar hann finnur vanmátt sinn til að einbeita sér og það brýst út í prakkaraskap hjá honum.
Við tókum þá ákvörðun að nú væri kominn tími á að prófa næsta skref. Hann verður sem sagt settur á Ritalín eftir jólafrí. Hann kemur til með að nota Ritalínið þá daga sem hann er í skólanum, en ekki um helgar eða í skólafríum. Til að byrja með tekur hann lyfið í einn mánuð og svo verður metið, hvort það er að gagnast honum.
Ég vil að sjálfsögðu gera allt sem í minu valdi stendur, til að syni mínum líði betur í skólanum og hann nái að nýta sér þá kennslu sem er í boði. Ég hef ekkert á móti Ritalíni (eða sambærilegum lyfjum) og veit um börn sem gengur miklu betur að einbeita sér, eftir að þau fóru að taka lyf. Þetta var samt ekkert auðveld ákvörðun.
Við tókum þá ákvörðun að nú væri kominn tími á að prófa næsta skref. Hann verður sem sagt settur á Ritalín eftir jólafrí. Hann kemur til með að nota Ritalínið þá daga sem hann er í skólanum, en ekki um helgar eða í skólafríum. Til að byrja með tekur hann lyfið í einn mánuð og svo verður metið, hvort það er að gagnast honum.
Ég vil að sjálfsögðu gera allt sem í minu valdi stendur, til að syni mínum líði betur í skólanum og hann nái að nýta sér þá kennslu sem er í boði. Ég hef ekkert á móti Ritalíni (eða sambærilegum lyfjum) og veit um börn sem gengur miklu betur að einbeita sér, eftir að þau fóru að taka lyf. Þetta var samt ekkert auðveld ákvörðun.
Comments:
<< Home
Hæ dúlla - frábær ákvörðun þó erfið sé. Mæli með því að hann taki fyrsta mánuðinn ALLA daga (líka um helgar) því manni hættir til að fá ofsalega illt i magann þegar líkaminn er að venjast þessu lyfi og ef maður sleppir úr helgi þá byrjar líkaminn upp á nýtt á hverjum mánudegi með magaverkjum í nokkra daga - og úbbs þá er komin helgi aftur.....vítahringur. Það góða við þetta lyf er nefnilega það að það er ekki ávanabindandi fyrir þá sem þurfa á því að halda ;)
Knúsar frá mér til þín - hittumst vonandi fljótlega.
Knúsar frá mér til þín - hittumst vonandi fljótlega.
Það er gott að vita af því. Ef þetta fer illa í magann á honum, þá ætla ég að tala aftur við læknirinn og sjá hvort ég geti fengið að breyta.
Post a Comment
<< Home