Sunday, January 08, 2006
DDV
Ég þekki tvær konur sem eru búnar að vera á DDV kúrnum síðan í nóvember. Þær standa sig báðar alveg frábærlega og fara minnkandi með hverjum deginum. Ég dáist af krafti þeirra og dugnaði og vildi óska að ég hefði þennan óbilandi viljastyrk þeirra.
Ég er nefnilega ein af þeim sem stend á þröskuldinum og þori ekki inn. Ég hef lengi verið of þung og þyrfti nauðsynlega að losna við allavega 20 kíló. Ég þori ekki að reyna, hreinlega af því að ég veit hversu lítinn sjálfsaga ég hef og er hrædd um að ég gefist upp á fyrstu viku. Ég hef nefnilega alltaf gefist upp og verið svo örg út í sjálfa mig. Ég veit að það er kjánalegt, en ég þekki sjálfa mig manna best. Þess vegna er ég að hugsa um að byrja rólega og fyrsta skrefið verður að hætta að borða sykur. Ég er nefnilega alger sykurfíkill og verð stundum óróleg ef ég fæ ekki minn skammt. Þetta finnst mér vera nóg til að byrja með og ætla að láta það duga í 2-3 vikur. Ef þetta gengur vel, er kannski auðveldara að stíga skrefið til fulls.
Ég er nefnilega ein af þeim sem stend á þröskuldinum og þori ekki inn. Ég hef lengi verið of þung og þyrfti nauðsynlega að losna við allavega 20 kíló. Ég þori ekki að reyna, hreinlega af því að ég veit hversu lítinn sjálfsaga ég hef og er hrædd um að ég gefist upp á fyrstu viku. Ég hef nefnilega alltaf gefist upp og verið svo örg út í sjálfa mig. Ég veit að það er kjánalegt, en ég þekki sjálfa mig manna best. Þess vegna er ég að hugsa um að byrja rólega og fyrsta skrefið verður að hætta að borða sykur. Ég er nefnilega alger sykurfíkill og verð stundum óróleg ef ég fæ ekki minn skammt. Þetta finnst mér vera nóg til að byrja með og ætla að láta það duga í 2-3 vikur. Ef þetta gengur vel, er kannski auðveldara að stíga skrefið til fulls.
Comments:
<< Home
Hei - það er bara að hrökkva eða stökkva - þú getur þetta alveg kona. Hefur í raun tíu sinnum meiri viljastyrk heldur en þú heldur sjálf. Og hvað með það þó maður hrasi annað slagið á leiðinni, þá er bara að standa upp, dusta rykið af hnjánum og halda áfram - er það ekki?
Gangi þér vel í "hættaaðborðasykurdæminu". Mæli með dédévaffinu ;)
Gangi þér vel í "hættaaðborðasykurdæminu". Mæli með dédévaffinu ;)
borða hollt og hreyfa sig mikið. er það ekki klassíska ráðið þegar allt kemur til alls? og eiga svo nammidaga eins og magnús scheving til að springa ekki alveg á súkkulaðilimminu....hehe
Ég hef reynt þetta "borða hollt og hreyfa sig", en virðist bara gera eitthvað rangt.
Ég ætla að byrja á að sleppa sykrinum, virðist vera alveg nóg í bili. Fyrsti sykurlausi dagurinn í gær og líkaminn öskraði á sykur.
Ég ætla að byrja á að sleppa sykrinum, virðist vera alveg nóg í bili. Fyrsti sykurlausi dagurinn í gær og líkaminn öskraði á sykur.
Til hamingju með ákvörðunina um sykurleysið. Ég er viss um að þú "joinar" okkur Elínu von bráðar. Fyrst ég get þetta (búin að gefast upp á svo mörgu), þá getur þú þetta. Pældu í að vera í megrun en mega samt búa sér til allskonar nammi og borða eins og svín en grennast samt :) Þetta er himneskt!!!
Post a Comment
<< Home