Monday, November 28, 2005

 

Ég gefst upp

Mér virðist vera alveg lífsins ómögulegt að koma grislingunum í skólann á réttum tíma. Það kemur stundum fyrir að við erum heilum 2-3 mínútum of sein. Ég er búin að reyna ýmsar aðferðir og fá ótal ráð, en allt virðist bregðast. Þau eru bara drollarar á morgnana og sama hvað ég geri, ætlar það ekki að lagast. Ef ég vek þau fyrr drollla þau bara lengur. Ekki reyna að segja mér hvernig ég á að fara að þessu, trust me, ég er búin að reyna það allt.

Ég held að stundum sé nauðsynlegt að viðurkenna ósigur og vanmátt. Hætta að rembast eins og rjúpa við staurinn og horfast í augu við raunveruleikann. Ég held að ég verði bara að fara að leita mér að nýju starfi.

Ein í mánudags-skapi.

Comments:
Já morgnar geta verið erfiðir, sérstaklega í skammdeginu. Jóladagatölin virka mjög hvetjandi á mín börn í desember - tilhugsunin um súkkulaðimolann bókstaflega kippir þeim framúr á morgnanna.
 
Já ég veit, þetta lagast mikið í desember. Tala nú ekki um þegar skórinn fer út í glugga.
 
Eða bara vekja liðið alltaf klukkan fimm að morgni og halda þeim bissí :S


.... not
 
Hehe góð hugmynd. Annars eru sumir dagar verri en aðrir og þetta var bara ekta mánudagur (og skapið eftir því)
 
jamm. Það var einn heimsþekktur heimsspekingur sem sagði einmitt að mánudagar sökkuðu.

Heimspekingurinn var Garfield. Ég tek mark á honum
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?