Saturday, October 08, 2005
Desperate Housewives
Ég get ekki neitað því að ég er mjög hrifin af þessum þáttum, enda ber titill bloggsins míns þess merki. Við Hildigunnur eigum eitt sameiginlegt. Við getum hvorugar beðið eftir því að "þátturinn okkar", sé sýndur í sjónvarpinu. Þess vegna fór ég krókaleiðir og útvegaði mér tvo fyrstu þættina í næstu seríu. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Í lok seinni þáttarins var sýnt úr næsta þætti og nú er ég að farast úr óþolinmæði.
Comments:
<< Home
Ég rakst á umræður um næstu seríu en flýtti mér að loka síðunni svo ég skemmdi ekki fyrir mér spennuna...
sýndur á morgun í Meríku, ætti að koma í hús hér á mánudag...
ég horfi reyndar ekki á þessa en maðurinn og unglingurinn bíða spennt!
ég horfi reyndar ekki á þessa en maðurinn og unglingurinn bíða spennt!
já, æ, ég skildi þig alveg. Bara að ítreka að desperötuðu hjásvæfurnar eru líka sóttar hingað inn á heimilið. Náðum í nýjasta í gær, hann bíður gláps í kvöld.
Post a Comment
<< Home