Wednesday, June 29, 2005
Stefnumót við John Taylor

Ég ætla að skella mér á Duran Duran tónleikana á morgun. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að stofugardínurnar yrðu bara að bíða aðeins lengur, ég hreinlega yrði bara að sjá John Taylor á sviði. Ég var nefnilega svo rosalega skotin í honum þegar ég var unglingur og fannst hann algert æði. Ég verð að viðurkenna að mér finnst hann ennþá rosalega sætur og mér er sagt að hann komi ennþá fram í leðurbuxunum.