Saturday, June 25, 2005
Farðu fljótt, Silvia Nótt
Í gærkvöldi settist ég fyrir framan sjónvarpið og stillti á Skjá 1 eins og venjulega. Mikið varð ég undrandi yfir sjónvarpsefninu sem birtist á skjánum. Þetta var endursýning á íslenskum þætti sem nefnist víst "Sjáumst-með Silviu Nótt". Ég hef bara ekki séð annað eins rusl í sjónvarpi síðan ég slysaðist inn á Mile High á Stöð 2. Ég veit ekki hreinlega hvort manneskjan er að reyna að vera svona ofboðslega sniðug, hvort það vantar í hana nokkrar skrúfur eða hvort hún er að reyna að hneyksla fólk. Fyrir mér er þetta ofdekruð pabbastelpa í sjónvarpsleik. Hún hefur ekkert fyndið, merkilegt eða bara skemmtilegt að segja.
Er ég kannski bara ekki að fatta það hvað hún er ógislega kúl og merkileg?
Er ég kannski bara ekki að fatta það hvað hún er ógislega kúl og merkileg?
Comments:
<< Home
Þetta á að vera svona svipað og Johnny National. Grín og glens. En ég verð að viðurkenna að hún fer pínu í taugarnar á mér líka. Ég get horft á sumt, en alls ekki á heilan þátt.
Post a Comment
<< Home