Saturday, June 25, 2005

 

Farðu fljótt, Silvia Nótt

Í gærkvöldi settist ég fyrir framan sjónvarpið og stillti á Skjá 1 eins og venjulega. Mikið varð ég undrandi yfir sjónvarpsefninu sem birtist á skjánum. Þetta var endursýning á íslenskum þætti sem nefnist víst "Sjáumst-með Silviu Nótt". Ég hef bara ekki séð annað eins rusl í sjónvarpi síðan ég slysaðist inn á Mile High á Stöð 2. Ég veit ekki hreinlega hvort manneskjan er að reyna að vera svona ofboðslega sniðug, hvort það vantar í hana nokkrar skrúfur eða hvort hún er að reyna að hneyksla fólk. Fyrir mér er þetta ofdekruð pabbastelpa í sjónvarpsleik. Hún hefur ekkert fyndið, merkilegt eða bara skemmtilegt að segja.

Er ég kannski bara ekki að fatta það hvað hún er ógislega kúl og merkileg?

Comments:
Þetta á að vera svona svipað og Johnny National. Grín og glens. En ég verð að viðurkenna að hún fer pínu í taugarnar á mér líka. Ég get horft á sumt, en alls ekki á heilan þátt.
 
Það var akkúrat þátturinn sem kom upp í hugann á mér. Erpur var samt betri.
 
Silvía Nótt er ógeðslega fyndinn bara því hún er að gera sig að algjöru fífli!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?