Thursday, June 23, 2005
Barnaþrælkun?
Ég á dóttur á þrettánda ári. Hún tók að sér að passa frænda sinn helminginn af sumrinu þ.e. 6 vikur. Hún passar hann 8-9 tíma á dag. Hún var ekki búin að passa í marga daga þegar hún fór að kveinka sér yfir því að þetta væri svoooo leiðinlegt og tíminn lengi að líða. Ég fékk líka að heyra það að hún væri sko eina stelpan í vinkvennahópnum sem væri að passa, hinar væru bara allar í sumarfríi!
Ég hef fengið ýmsar skoðanir á þessu máli. Allt frá því að hún hafi gott af þessu og þetta herði hana upp í það að hún sé í barnaþrælkun og ekki hægt að ætlast til af henni að hún passi svona lengi í einu. Mín skoðun er sú að hún hafi nú gott af þessu og að ef hún sé búin að taka þetta að sér, eigi hún ekki rétt á því að skorast undan. Þegar ég var á hennar aldri þótti alveg sjálfsagt að stelpur væru í vist og pössuðu börn frá ungum aldri. Núna er það ekki eins sjálfgefið, eða hvað???
Ég hef fengið ýmsar skoðanir á þessu máli. Allt frá því að hún hafi gott af þessu og þetta herði hana upp í það að hún sé í barnaþrælkun og ekki hægt að ætlast til af henni að hún passi svona lengi í einu. Mín skoðun er sú að hún hafi nú gott af þessu og að ef hún sé búin að taka þetta að sér, eigi hún ekki rétt á því að skorast undan. Þegar ég var á hennar aldri þótti alveg sjálfsagt að stelpur væru í vist og pössuðu börn frá ungum aldri. Núna er það ekki eins sjálfgefið, eða hvað???
Comments:
<< Home
Ég á líka mjög auðvelt með að skilja öll sjónarmið. Hún er ekkert að gefast upp, er bara soldið þreytt á svona löngum vinnudögum.
níu tímar er langur dagur fyrir þennan aldur. En getur hún ekki dröslast með ungann með sér í bæinn/hitta vinkonur/allt mögulegt? Verður hún að vera heima með hana?
Vandamálið er bara að það gengur ekki strætó í sveitinni. Allavega ekki ennþá. Þess vegna er hún einangraðri en hún væri annars.
Post a Comment
<< Home