Thursday, April 14, 2005

 

Með söng í hausnum

Nú er vorprógrammið heldur betur farið að skjóta rótum í hausnum á manni. Það hljóma æfingar þar allan liðlangan daginn. Í augnablikinu er í gangi tónverk sem heitir því skemmtilega nafni Tango nr.5.

Það er heldur betur farið að styttast í tónleika og nú er æft á fullu. 4 tíma æfing í gær og æfingadagur á laugardaginn. Svo er undirbúningur fyrir haustferðalagið í fullum gangi. Búin að borga inná ferðina og er komin með herbergisfélaga. Hún heitir Hulda, og er alveg hörkufjörug gella. Það verður sko gaman hjá okkur.

Comments:
hvenær verða vortónleikarnir? Verð að taka frá tímann...
 
Þeir verða 8. maí í Grafarvogskirkju og mig minnir að þeir verði kl. 5.
 
aaaarggghhhh!

það er á sama tíma og ég er að syngja á tónleikum. Eini sénsinn er að það gangi ekki nógu vel á æfingatörninni um helgina. Best að syngja illa... ;-)
 
hei það tókst! tónleikum frestað fram á haustið :-)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?