Wednesday, March 02, 2005
Pælingar
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér götunöfnum undanfarið. Mér finnst stundum vanta meiri fjölbreytileika í nafnaval á nýjum hverfum. Mörg hverfi hafa sömu götuheiti eða mjög keimlík, eins og þessu hafa bara verið rimpað af á sem styðstum tíma. Hversu mikil vinna er eiginlega lögð í þetta? Er til nefnd á fullum launum sem situr sveitt yfir þessu allan daginn?
Það eru til mörg skemmtilega snúin götuheiti og svo önnur sem eru alveg út í hróa. Það er td. til Ægissíða á Hellu (er einhver sjór þar nálægt?) og svo er á Neskaupstað til gata sem heitir Bakkabakki (var ekki bara Bakki einfaldara). Einnig er líka til stutt gata í Keflavík sem heitir því fína nafni Frekjan.
Svona getur maður endalaust haldið áfram, eða hvað?.
Það eru til mörg skemmtilega snúin götuheiti og svo önnur sem eru alveg út í hróa. Það er td. til Ægissíða á Hellu (er einhver sjór þar nálægt?) og svo er á Neskaupstað til gata sem heitir Bakkabakki (var ekki bara Bakki einfaldara). Einnig er líka til stutt gata í Keflavík sem heitir því fína nafni Frekjan.
Svona getur maður endalaust haldið áfram, eða hvað?.
Comments:
<< Home
Mér finnst Álfkonuhvarf samt alveg geggjað nafn. Þegar ég heyrði þetta götunafn fyrst hugsaði ég: ÞARNA verð ég að eiga heima. Í götunni þar sem álfkonan hvarf. :)
Post a Comment
<< Home