Tuesday, March 15, 2005
Mánudagur
Gærdagurinn var með þeim verri mánudögum sem ég hef lifað. Hann var bara ergilegur frá upphafi til enda. Börnin voru óþekkari, vinnan var leiðinlegri og allt í þeim dúr. Ég mætti meira að segja á kóræfingu í gærkvöldi, tilbúin í að fá mína venjulegu upplyftingu, en þá var Sigrún í pirruðu skapi og allt gekk á afturfótunum. Hún er að breyta uppsetningu á einu laginu, og ég er bara alls ekki sátt við að þetta fallega lag sé flutt svona. Mér finnst það alveg tapa sjarma. EN hún verður víst að fá að ráða því.
ARGGGG. Ég var mjög fegin þegar dagurinn var loksins búin og ég lagðist á koddann.
ARGGGG. Ég var mjög fegin þegar dagurinn var loksins búin og ég lagðist á koddann.
Comments:
<< Home
Það er varla að ég þori að segja þér frá því. Það er Ástarraunir eða "Einum unni ég manninum" sem þú útsettir svo fallega.
Post a Comment
<< Home