Tuesday, November 09, 2004
Þessu stal ég frá Farfuglinum (sem ég kalla Svölu)
Ég held að ég sé orðin antík. Ég man eftir þessu ÖLLU:
Manstu:
- Eftir hamborgunum með spæleggi? Fengust í vegasjoppum
- Þegar fiskur í Orly var eini fiskrétturinn á matseðli veitingahúsanna?
- Þegar einu veitingahúsin í bænum voru Askur og Halti Haninn?
- Eftir óhrærðu skyri í plasti sem hægt var að kaupa úti í mjólkurbúð?
- Mjólkurbúðir og fiskbúðir, en ekki bara stórmarkaði og 10-11?
- Svo þröngar gallabuxur að það þurfti hjálp til að renna upp?
- Þegar fólk fór í gaggó en hékk ekki í grunnskólanum áfram?
- Sinalco, góður og gulur drykkur?
- Eftir klossum? Ekki besta skótauið í snjó. :)
- Álafoss úlpur? Eða arftaka þeirra, Millet úlpur?
- Þegar (næstum) eini rúllustigi landsins var í Domus á Laugavegi?
- Lög unga fólksins? Eina dægurlagaþáttinn á RÚV.
- Þegar Ragnhildur Gísladóttir var skolhærð og söng skallapopp?
- Ungfrú Hollywood og Ungfrú Útsýn keppnirnar?
- Eftir Tommaborgurum? Þar var mörgu síðdeginu eytt
- Þegar Rikshaw var upp á sitt besta?
- Stráka með eyeliner?
- Grifflur? Meira að segja Einar Örn gekk með grifflur.
- Legghlífar utan yfir buxur? (hmmm... þetta komst nú aftur í tísku)
- Þegar leðjuglímuæðið rann á þjóðina einn veturinn?
- Fmmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð og fleiri "frábærar" bækur?
- Þegar Ríkið var þannig að þú beiðst við afgreiðsluborð og afgreiðslumaðurinn varð að ná í flöskurnar fyrir þig?
Manstu:
- Eftir hamborgunum með spæleggi? Fengust í vegasjoppum
- Þegar fiskur í Orly var eini fiskrétturinn á matseðli veitingahúsanna?
- Þegar einu veitingahúsin í bænum voru Askur og Halti Haninn?
- Eftir óhrærðu skyri í plasti sem hægt var að kaupa úti í mjólkurbúð?
- Mjólkurbúðir og fiskbúðir, en ekki bara stórmarkaði og 10-11?
- Svo þröngar gallabuxur að það þurfti hjálp til að renna upp?
- Þegar fólk fór í gaggó en hékk ekki í grunnskólanum áfram?
- Sinalco, góður og gulur drykkur?
- Eftir klossum? Ekki besta skótauið í snjó. :)
- Álafoss úlpur? Eða arftaka þeirra, Millet úlpur?
- Þegar (næstum) eini rúllustigi landsins var í Domus á Laugavegi?
- Lög unga fólksins? Eina dægurlagaþáttinn á RÚV.
- Þegar Ragnhildur Gísladóttir var skolhærð og söng skallapopp?
- Ungfrú Hollywood og Ungfrú Útsýn keppnirnar?
- Eftir Tommaborgurum? Þar var mörgu síðdeginu eytt
- Þegar Rikshaw var upp á sitt besta?
- Stráka með eyeliner?
- Grifflur? Meira að segja Einar Örn gekk með grifflur.
- Legghlífar utan yfir buxur? (hmmm... þetta komst nú aftur í tísku)
- Þegar leðjuglímuæðið rann á þjóðina einn veturinn?
- Fmmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð og fleiri "frábærar" bækur?
- Þegar Ríkið var þannig að þú beiðst við afgreiðsluborð og afgreiðslumaðurinn varð að ná í flöskurnar fyrir þig?
Comments:
<< Home
jú, man þokkalega eftir öllu saman, og lengur, jafnvel! ussu suss. Ókei, kannski ekki mikið lengur en þetta með Ask og Halta hanann. Munið þið eftir kínverska veitingahúsinu þar sem 22 á Laugavegi er núna? Og eftir að hafa farið í Kaupfélagið að kvöldi til og verslað í gegn um lúgu?
Post a Comment
<< Home