Tuesday, November 09, 2004

 

Þessu stal ég frá Farfuglinum (sem ég kalla Svölu)

Ég held að ég sé orðin antík. Ég man eftir þessu ÖLLU:

Manstu:
- Eftir hamborgunum með spæleggi? Fengust í vegasjoppum
- Þegar fiskur í Orly var eini fiskrétturinn á matseðli veitingahúsanna?
- Þegar einu veitingahúsin í bænum voru Askur og Halti Haninn?
- Eftir óhrærðu skyri í plasti sem hægt var að kaupa úti í mjólkurbúð?
- Mjólkurbúðir og fiskbúðir, en ekki bara stórmarkaði og 10-11?
- Svo þröngar gallabuxur að það þurfti hjálp til að renna upp?
- Þegar fólk fór í gaggó en hékk ekki í grunnskólanum áfram?
- Sinalco, góður og gulur drykkur?
- Eftir klossum? Ekki besta skótauið í snjó. :)
- Álafoss úlpur? Eða arftaka þeirra, Millet úlpur?
- Þegar (næstum) eini rúllustigi landsins var í Domus á Laugavegi?
- Lög unga fólksins? Eina dægurlagaþáttinn á RÚV.
- Þegar Ragnhildur Gísladóttir var skolhærð og söng skallapopp?
- Ungfrú Hollywood og Ungfrú Útsýn keppnirnar?
- Eftir Tommaborgurum? Þar var mörgu síðdeginu eytt
- Þegar Rikshaw var upp á sitt besta?
- Stráka með eyeliner?
- Grifflur? Meira að segja Einar Örn gekk með grifflur.
- Legghlífar utan yfir buxur? (hmmm... þetta komst nú aftur í tísku)
- Þegar leðjuglímuæðið rann á þjóðina einn veturinn?
- Fmmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð og fleiri "frábærar" bækur?
- Þegar Ríkið var þannig að þú beiðst við afgreiðsluborð og afgreiðslumaðurinn varð að ná í flöskurnar fyrir þig?

Comments:
Já, þú ert greinilega antik. ;)
 
ég man þetta flest, enda verð ég antík á mánudaginn...
 
jú, man þokkalega eftir öllu saman, og lengur, jafnvel! ussu suss. Ókei, kannski ekki mikið lengur en þetta með Ask og Halta hanann. Munið þið eftir kínverska veitingahúsinu þar sem 22 á Laugavegi er núna? Og eftir að hafa farið í Kaupfélagið að kvöldi til og verslað í gegn um lúgu?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?