Thursday, June 04, 2009

 

Á tali

Mikið er ég nú fegin að vera ekki viðskiptavinur símafyrirtækisins Tals. Ég er bara allt of óþolinmóð. En þar sem kærastinn minn er hjá Tal og vill komast í þá GSM þjónustu að geta hringt ókeypis í mig, þá tók ég að mér að redda málunum.

Í gær eyddi ég fjörutíu mínútum af mínu lífi í að bíða eftir þjónustufulltrúa í verslun Tals á Suðurlandsbrautinni. Eftir þessar fjörutíu mínútur voru ennþá fimm á undan mér í röðinni. Þá varð að yfirgefa svæðið til að keyra dótturina í vinnuna. Sem sagt hundfúlt og án árangurs.

Í dag ákvað ég svo að fara hina leiðina og nota símann. Fyrst beið ég í korter eftir þjónustufulltrúa og var heillengi númer 7 í röðinni. Þegar loksins var svarað, þurfti sá þjónustufulltrúi að gefa mér samband við GSM þjónustufulltrúann og þá tók við önnur bið. Þegar ég svo loksins náði sambandi, komst ég að því að þessi þjónusta, sem Tal hefur verið að auglýsa grimmt, er ekki kominn í gagnið og einhver ófyrirsjáanleg bið á því.

Þangað til verð ég bara að hringja ókeypis í hann, því símafyrirtækið sem ég skipti við er löngu komið með þessa þjónustu og aldrei neitt vandamál þar á ferðinni.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?