Friday, May 15, 2009

 

Júróvision

Ég held bara svei mér þá að ég sé alveg dottin í Júróvision keppnina í ár. Það er amk mjög langt síðan ég hef verið svona áhugasöm um þessa keppni. Ég horfði á báðar undankeppnirnar og verð bara að segja að mér finnst nú fátt um fína drætti.

EN ég hugsa að Noregur eða Grikkland komi sterklega til greina sem sigurvegarar. Hef að vísu ekki ennþá heyrt þau lög sem fara beint í úrslitakeppnina, svo ég er ekki alveg dómbær. Maður þorir nú bara varla að spá Íslandi sigri, nei ég meina svona seriously, hvar myndum við halda þessa keppni??

Annars finnst mér lagið frá Estoniu best. Það er bara eitthvað frumlegt og töff við það og lagið er vel flutt.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?