Monday, May 11, 2009

 

Bloggleysi

Ég held að ég sé að setja nýtt met í bloggleysi. Bloggþörfin hefur bara ekki verið til staðar undanfarið. Það er nú svo sem ekkert merkilegt að gerast í mínu lífi. Ég gæti svo sem bloggað um það að ég sit sveitt yfir bókhaldi og er að reyna að klára að ganga frá ársreikningi. Ég þarf svo í framhaldi að skila því til skattsins og gera skattframtal. Þetta hefur heltekið líf mitt soldið undanfarið, þar sem ég er að gera þetta í fyrsta skipti og jafnvel ekki alltaf klár á því hvað ég er að gera. EN maður lærir víst og þetta verður miklu einfaldara næst...

Svo er bara sumarið framundan með siglingum og útilegum. Það verður sko ekki leiðinlegt.

Comments:
Siglingar? Spennó! Hvert á að sigla?
 
hehe það verður nú bara siglt á 42 feta skútu svo ég fer nú svo sem ekki langt. Gæti samt farið svo að Vestfirðirnir yrðu heimsóttir.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?