Sunday, April 12, 2009
Fullkominn afmælisdagur
Ég held að ég geti alveg fullyrt að afmælisdagurinn í gær var sá besti sem ég hef upplifað hingað til. Dagurinn byrjaði á því að Baldvin fór og sótti súkkulaðitertu handa afmælisbarningu. Hann er nefnilega löngu búinn að átta sig á því að kærastan er súkkulaðifíkill. Ég fékk því súkkulaðiköku í morgunmat í fyrsta skipti á ævinni.
Það var ekki eina súkkulaðikakan sem ég fékk þennan dag, því í eftirmiðdaginn komu dóttirin og kærastinn hennar og bökuðu fyrir mig dýrindis franska súkkulaðiköku með hindberjasósu og bræddu súkkulaði. Og þá er ekki allt upptalið því um kvöldið grillaði svo besti kærasti í heimi, humar og nautakjöt.
Yfir daginn rigndi svo afmæliskveðjum yfir mig, bæði í síma og á Facebook. Ég var virkilega snortin yfir öllum kveðjunum sem ég fékk.
Í mínum augum var þetta uppskriftin af fullkomnum afmælisdegi og mér leið svo sannarlega eins og ofdekraðri prinsessu.
Það var ekki eina súkkulaðikakan sem ég fékk þennan dag, því í eftirmiðdaginn komu dóttirin og kærastinn hennar og bökuðu fyrir mig dýrindis franska súkkulaðiköku með hindberjasósu og bræddu súkkulaði. Og þá er ekki allt upptalið því um kvöldið grillaði svo besti kærasti í heimi, humar og nautakjöt.
Yfir daginn rigndi svo afmæliskveðjum yfir mig, bæði í síma og á Facebook. Ég var virkilega snortin yfir öllum kveðjunum sem ég fékk.
Í mínum augum var þetta uppskriftin af fullkomnum afmælisdegi og mér leið svo sannarlega eins og ofdekraðri prinsessu.
Comments:
<< Home
Elsku Veiga mín. Þú átt svo sannarlega skilið dekurdaga alla daga og þá sérstaklega þegar þú átt afmæli.
Knúsar,
e
Knúsar,
e
til hamingju með afmælið aftur í tímann og til hamingju með fullkomna kærastann og til hamingju með börnin þín og til hamingju með....uuu... páskana?
Post a Comment
<< Home