Sunday, March 22, 2009
Þrír dagar í Londonferð
Ég veit, ég er orðin fastagestur í þessari borg. Það liggur við að ég geti farið að sækja um afsláttarkort eða lestarkort. Ég er sem sagt að fara þriðju ferðina til London á frekar stuttum tíma...tja stuttum tíma miðað við að áður hafði ég ekki farið til borgarinnar í 20 ár.
Aldrei þessu vant er ég ekki búin að skipuleggja neitt viðkomandi ferðina. Ég er nefnilega ein af þessum skipulögðu týpum, sem vill yfirleitt vera komin með nokkuð góða hugmynd að dagskrá þegar ég ferðast. Það hefur alltaf komið í minn hlut að skipuleggja dagskrá og stýra ferðinni...og finnst það ekki leiðinlegt. Ég vil nefnilega stjórna.
Í þetta skipti ætla ég ekki að gera það. Ég ætla að láta einhvern annan um að stýra ferðinni. EN það er ekkert auðvelt.
Aldrei þessu vant er ég ekki búin að skipuleggja neitt viðkomandi ferðina. Ég er nefnilega ein af þessum skipulögðu týpum, sem vill yfirleitt vera komin með nokkuð góða hugmynd að dagskrá þegar ég ferðast. Það hefur alltaf komið í minn hlut að skipuleggja dagskrá og stýra ferðinni...og finnst það ekki leiðinlegt. Ég vil nefnilega stjórna.
Í þetta skipti ætla ég ekki að gera það. Ég ætla að láta einhvern annan um að stýra ferðinni. EN það er ekkert auðvelt.