Monday, March 30, 2009

 

Lundúnir

Ég held að það verði bara að segjast að mér þyki aldrei leiðinlegt að koma til London. Þessi ferð var að vísu töluvert frábrugðin fyrri ferðum, þar sem ekkert var skipulagt og ekkert var verslað. Sem sagt mjög ólíkt því sem ég á að venjast.

EN þetta var frábær ferð í alla staði. Við fórum á söfn, til Greenwich, röltum um bæinn (Covent Garden, Trafalgar Square, Leichester Sqare, Piccadilly Circus, Chinatown, Soho, Charing Cross Road og eftir árbakkanum hjá Tower Bridge), þrömmuðum upp allar tröppurnar í St.Pauls, fórum í leikhús, átum fish and chips og drukkum Guiness bjór. Ég smakkaði hann að vísu í fyrsta skipti í þessari ferð og fannst hann mjög góður. Ég upplifði það líka í fyrsta sinn að fara inn á listasafn og sjá málverk eftir stóru meistarana (Van Gough, Picasso, Renoir, Degas, Monet, Manet, Michaelangelo, DaVinci, Rafael, Rembrant, Cézanne og fleiri og fleiri). Það fannst mér alveg mögnuð upplifun.

OGGG að sjálfsögðu tókum við þátt í mótmælunum á laugardeginum...nema hvað.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?