Tuesday, February 17, 2009

 

Valhopp

Ég veit ekki hvað það er, en valhoppandi börn hafa alltaf fært mikla gleði í mitt hjarta. Það er eitthvað svo fallegt og jákvætt við valhoppandi og jafnvel sönglandi börn. Lífið er svo einfalt og skemmtilegt þegar maður er barn og einlæg gleði fylgir þessari litlu athöfn. Manni bara hlýnar um hjartarætur og hversdagsleikinn fær smá lit. Áður en ég veit af, er ég jafnvel farin að brosa út að eyrum.

Annars fór ég í bíó um daginn. Skellti mér á "The curious case of Benjamin Button". Ég hafði rosalegar væntingar til þessarar myndar og þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum. Myndin er voðalega falleg og hugmyndin góð, en hún er bara alveg rosalega hæg (enda ca. 3 tímar á lengd). Það er nú samt aldrei leiðinlegt að horfa á Brad Pitt á hvíta tjaldinu. Gervið á honum er mjög vel heppnað og eiginlega það besta við myndina.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?