Tuesday, February 03, 2009

 

Sjónvarpsfréttir

Ég komst að því í gær, af hverju ég er yfirleitt svona treg til þess að horfa á fréttir. Ástæðan er einfaldlega sú að mér finnast fréttirnar sem fluttar eru svo hrikalega neikvæðar. Allur fréttatíminn er yfirfullur af fréttum af stríðum, hörmungum, verðbólgu,fátækt, íslenskum stjórnmálum og alls kyns óréttlæti í heiminum.

Nei, það er ekki af því að ég vil lifa í einhverjum blekkingarheimi á mínu rósrauða skýi. Ég er bara einfaldlega það viðkvæm að ég tek svona fréttir frekar nærri mér. Verð bara alveg miður mín yfir óréttlætinu í heiminum. Í gær var til dæmis frétt um hvernig þeir reyta fiður af lifandi gæsum, einhversstaðar úti í heimi, til að nota í sængur. Ég er alveg miður mín yfir að hafa séð þessa frétt. Sársaukaöskrin úr vesalings dýrunum munu seint líða mér úr minni.

Hvernig væri að hafa einhverjar jákvæðar fréttir í staðinn. Einhverjar góðar fréttir sem manni líður vel að horfa á. Eða teljast það kannski ekkert spennandi fréttir??

Comments:
Einmitt - óþolandi - þess vegna er best að taka mína aðferð á þetta - lesa ekki blöðin - hlusta ekki á útvarpsblaður - horfa ekki á fréttir :)
Í mínum heimi eru allir glaðir :)

e
 
Hey, það kom reyndar mjög falleg og huglúf frétt á miðvikudagskvöldið. Hún var um hreindýrakálf sem var eins og heimalingur. Algert krútt.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?