Saturday, February 14, 2009
Draumahúsið?
Í gær fórum við að skoða hús. Það var reyndar bara byrjunin á húsi, því það var bara búið að steypa það upp og setja á það þak. Það stendur á fallegum stað í hverfinu mínu og útsýnið er alveg truflað. Hæfilega stórt einbýlishús, með ca.þremur svefnherbergjum, alrými, stóru baðherbergi og stóru eldhúsi. Það sem heillaði mig mest var stór horngluggi, með stórkostlegu útsýni, sem yrði staðsettur í stóru eldhúsi. Kærastinn var meira spenntur fyrir stóra tvöfalda bílskúrnum (kemur á óvart).
Ég gæti sko alveg hugsað mér að búa þarna. Það vantar að vísu töluvert upp á fjárhagslega, að við gætum keypt þetta hús og klárað það. Maður er nú líka fremur varkár í peningaeyðslu, svona á þessum síðustu og verstu.
Þess vegna fór ég og keypti lottómiða.
Ég gæti sko alveg hugsað mér að búa þarna. Það vantar að vísu töluvert upp á fjárhagslega, að við gætum keypt þetta hús og klárað það. Maður er nú líka fremur varkár í peningaeyðslu, svona á þessum síðustu og verstu.
Þess vegna fór ég og keypti lottómiða.