Tuesday, January 06, 2009

 

Árið 2008

Þetta ár var eitt af þeim stóru í mínu lífi. Ekki endilega vegna þess að það gerðist svo margt merkilegt, heldur vegna þess að þetta var árið sem ég ákvað að fara að lifa lífinu. Ég tók þá ákvörðun að gera lífið skemmtilegt og njóta þess að vera til. Það má eiginlega segja það að stofnun Actionary klúbbsins í janúar, hafi átt stóran þátt í þessu. Þar fór ég að losa um hömlur og láta eins og vitleysingur. Hló mig máttlausa og leið bara fjandi vel. Sumarið var líka mjög gott, ég var ein og barnlaus í fimm vikur og naut lífsins í botn. Skemmti mér mikið og var úti alla nóttina. Í ágúst skellti ég mér síðan til London með dótturinni, þar sem við áttum saman fimm frábæra daga.

EN það besta við árið 2008 var að sjálfsögðu að ég varð ástfangin. Ég fór í gegnum allan þann rússibana af tilfinningum sem fylgir því að verða fyrst spenntur, svo skotin og að lokum ástfangin. Ég kynntist einfaldlega manni sem passar akkúrat fyrir mig. Hann virðist alltaf vita hvað ég þarf og getur lesið mig eins og opna bók. Ég er alls ekki að segja að hann sé fullkominn, enda held ég að ég myndi nú fljótt fá leið á þannig manni.

Lífið er svo yndislegt núna, fullt af ást og hamingju og ég lít björtum augum á framtíðina.

Comments:
Mér finnst það að finna ástina frekar merkilegt verð ég að segja ;-)
 
Það er náttúrulega það merkilegasta. En það var nú liggur við það eina merkilega sem gerðist á árinu, fyrir utan allar skemmtanirnar. Meinti það frekar þannig.
 
en skemmtilegt. gott að heyra hvað þú ert hamingjusöm Veiga mín. átt það sannarlega skilið.
 
Takk Maja mín
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?