Sunday, January 25, 2009
Rangar verðmerkingar í Hakaup
Ég legg nú ekki í vana minn að versla í þessari dýru búð. Það kemur samt fyrir að ég fer þar inn, aðallega til að kaupa sjampó og hárnæringu sem við mæðgur erum mjög hrifnar af, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki séð þessar vörur í annari búð.
Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum, þegar ég hef freistast til að kaupa eitthvað annað í leiðinni, að það hefur vera ranglega verðmerkt. Te sem ég ætlaði td. að kaupa um daginn, kostaði skv. hilluverði 517 kr., en svo átti að rukka mig um 658 kr. þegar ég kom á kassann. Fleira hefur líka reynst ranglega verðmerkt en ekki með eins áberandi mun. Í dag var ég vör við þegar konan sem var afgreidd á eftir mér gerði athugasemd við álbakka sem voru verðmerktir 100 kr. hærri á kassa en í hillu.
Það er full ástæða fyrir því að vera vakandi fyrir þessu, maður á jú bara að borga "hilluverðið".
Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum, þegar ég hef freistast til að kaupa eitthvað annað í leiðinni, að það hefur vera ranglega verðmerkt. Te sem ég ætlaði td. að kaupa um daginn, kostaði skv. hilluverði 517 kr., en svo átti að rukka mig um 658 kr. þegar ég kom á kassann. Fleira hefur líka reynst ranglega verðmerkt en ekki með eins áberandi mun. Í dag var ég vör við þegar konan sem var afgreidd á eftir mér gerði athugasemd við álbakka sem voru verðmerktir 100 kr. hærri á kassa en í hillu.
Það er full ástæða fyrir því að vera vakandi fyrir þessu, maður á jú bara að borga "hilluverðið".