Thursday, January 22, 2009

 

Ég mótmæli!

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki öflugasti mótmælandi sem fyrirfinnst, en ég legg þó mitt af mörkum. Ég mætti á Austurvöll/Þjóðleikhúskjallarann í gærkvöldi og upplifði stemmningu sem var engu lík. Þarna var samankomið fólk af öllum aldri og samhugurinn var gífulegur. Því miður var þarna líka töluvert um lið sem var með skrílslæti og sverti annars friðsamleg mótmæli. Ég er mjög ósátt við þá sem virðast halda að mótmæli snúist um að grýta matvælum og öllu lauslegu í lögreglu og kveikja í rusli, jólatrjám og garðbekkjum. Það er alveg hægt að koma sinni skoðun á framfæri á friðsaman hátt, eins og hefur sýnt sig á samkomum sem fara fram á Austurvelli á laugardögum.

Þegar mótmæli berast í tal, er fólk yfirleitt hneykslað á þessu framferði mínu og segist sko ekki láta sjá sig á svona samkomum. Ég er mjög hissa á þessum viðbrögðum. Er stór hluti þjóðarinnar kannski bara sáttur við ástandið eins og það er í dag?

Margir virðast þeirra skoðunar að þeir sem séu við stjórn hafi bara gert það besta sem hægt var að gera í stöðunni og það hafi bara ekki verið hægt að gera betur. Ég get bara ekki verið sammála því, og þess vegna held ég áfram að mótmæla. Mótmæla setu ríkisstjórnar, stjórn Seðlabankans og stjórn Fjármálaeftirlitsins...á friðsaman hátt.

Comments:
Gott hjá þér!
 
Það er ekkert samasem merki á milli þess að vera sátt við ástandið og að vera ósátt við mótmælin.

Mér finnst mótmælendur bulla of mikið og hegða sér of heimskulega til þess að ég geti hugsað mér að slást í þeirra hóp, líka "friðsömu" mótmælendurnir.

Hótanir um að brjóta hegningarlög með því að "bera út" embættismenn með valdi og ræður um byltingu og gegn lýðræði er nóg til þess að þetta fólk talar ekki fyrir mig.
 
Ég get alveg verið sammála þér að vissu leyti. Ég er nú ekki alltaf sammála ræðumönnum og það leynist náttúrulega misgáfulegt lið í hópi mótmælenda. Það breytir því ekki að stærsti hluti mótmælenda er bara ósköp venjulegt fólk. Ég held nú líka að sumir séu að notfæra sér mótmælin í öðrum tilgangi, því miður.
En krafan er einföld að mínu mati, burt með stjórn FME (sem er að vísu komið), burt með stjórn Seðlabankans og kosningar í vor.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?