Sunday, January 25, 2009
Rangar verðmerkingar í Hakaup
Ég legg nú ekki í vana minn að versla í þessari dýru búð. Það kemur samt fyrir að ég fer þar inn, aðallega til að kaupa sjampó og hárnæringu sem við mæðgur erum mjög hrifnar af, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki séð þessar vörur í annari búð.
Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum, þegar ég hef freistast til að kaupa eitthvað annað í leiðinni, að það hefur vera ranglega verðmerkt. Te sem ég ætlaði td. að kaupa um daginn, kostaði skv. hilluverði 517 kr., en svo átti að rukka mig um 658 kr. þegar ég kom á kassann. Fleira hefur líka reynst ranglega verðmerkt en ekki með eins áberandi mun. Í dag var ég vör við þegar konan sem var afgreidd á eftir mér gerði athugasemd við álbakka sem voru verðmerktir 100 kr. hærri á kassa en í hillu.
Það er full ástæða fyrir því að vera vakandi fyrir þessu, maður á jú bara að borga "hilluverðið".
Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum, þegar ég hef freistast til að kaupa eitthvað annað í leiðinni, að það hefur vera ranglega verðmerkt. Te sem ég ætlaði td. að kaupa um daginn, kostaði skv. hilluverði 517 kr., en svo átti að rukka mig um 658 kr. þegar ég kom á kassann. Fleira hefur líka reynst ranglega verðmerkt en ekki með eins áberandi mun. Í dag var ég vör við þegar konan sem var afgreidd á eftir mér gerði athugasemd við álbakka sem voru verðmerktir 100 kr. hærri á kassa en í hillu.
Það er full ástæða fyrir því að vera vakandi fyrir þessu, maður á jú bara að borga "hilluverðið".
Thursday, January 22, 2009
Ég mótmæli!
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki öflugasti mótmælandi sem fyrirfinnst, en ég legg þó mitt af mörkum. Ég mætti á Austurvöll/Þjóðleikhúskjallarann í gærkvöldi og upplifði stemmningu sem var engu lík. Þarna var samankomið fólk af öllum aldri og samhugurinn var gífulegur. Því miður var þarna líka töluvert um lið sem var með skrílslæti og sverti annars friðsamleg mótmæli. Ég er mjög ósátt við þá sem virðast halda að mótmæli snúist um að grýta matvælum og öllu lauslegu í lögreglu og kveikja í rusli, jólatrjám og garðbekkjum. Það er alveg hægt að koma sinni skoðun á framfæri á friðsaman hátt, eins og hefur sýnt sig á samkomum sem fara fram á Austurvelli á laugardögum.
Þegar mótmæli berast í tal, er fólk yfirleitt hneykslað á þessu framferði mínu og segist sko ekki láta sjá sig á svona samkomum. Ég er mjög hissa á þessum viðbrögðum. Er stór hluti þjóðarinnar kannski bara sáttur við ástandið eins og það er í dag?
Margir virðast þeirra skoðunar að þeir sem séu við stjórn hafi bara gert það besta sem hægt var að gera í stöðunni og það hafi bara ekki verið hægt að gera betur. Ég get bara ekki verið sammála því, og þess vegna held ég áfram að mótmæla. Mótmæla setu ríkisstjórnar, stjórn Seðlabankans og stjórn Fjármálaeftirlitsins...á friðsaman hátt.
Þegar mótmæli berast í tal, er fólk yfirleitt hneykslað á þessu framferði mínu og segist sko ekki láta sjá sig á svona samkomum. Ég er mjög hissa á þessum viðbrögðum. Er stór hluti þjóðarinnar kannski bara sáttur við ástandið eins og það er í dag?
Margir virðast þeirra skoðunar að þeir sem séu við stjórn hafi bara gert það besta sem hægt var að gera í stöðunni og það hafi bara ekki verið hægt að gera betur. Ég get bara ekki verið sammála því, og þess vegna held ég áfram að mótmæla. Mótmæla setu ríkisstjórnar, stjórn Seðlabankans og stjórn Fjármálaeftirlitsins...á friðsaman hátt.
Tuesday, January 06, 2009
Árið 2008
Þetta ár var eitt af þeim stóru í mínu lífi. Ekki endilega vegna þess að það gerðist svo margt merkilegt, heldur vegna þess að þetta var árið sem ég ákvað að fara að lifa lífinu. Ég tók þá ákvörðun að gera lífið skemmtilegt og njóta þess að vera til. Það má eiginlega segja það að stofnun Actionary klúbbsins í janúar, hafi átt stóran þátt í þessu. Þar fór ég að losa um hömlur og láta eins og vitleysingur. Hló mig máttlausa og leið bara fjandi vel. Sumarið var líka mjög gott, ég var ein og barnlaus í fimm vikur og naut lífsins í botn. Skemmti mér mikið og var úti alla nóttina. Í ágúst skellti ég mér síðan til London með dótturinni, þar sem við áttum saman fimm frábæra daga.
EN það besta við árið 2008 var að sjálfsögðu að ég varð ástfangin. Ég fór í gegnum allan þann rússibana af tilfinningum sem fylgir því að verða fyrst spenntur, svo skotin og að lokum ástfangin. Ég kynntist einfaldlega manni sem passar akkúrat fyrir mig. Hann virðist alltaf vita hvað ég þarf og getur lesið mig eins og opna bók. Ég er alls ekki að segja að hann sé fullkominn, enda held ég að ég myndi nú fljótt fá leið á þannig manni.
Lífið er svo yndislegt núna, fullt af ást og hamingju og ég lít björtum augum á framtíðina.
EN það besta við árið 2008 var að sjálfsögðu að ég varð ástfangin. Ég fór í gegnum allan þann rússibana af tilfinningum sem fylgir því að verða fyrst spenntur, svo skotin og að lokum ástfangin. Ég kynntist einfaldlega manni sem passar akkúrat fyrir mig. Hann virðist alltaf vita hvað ég þarf og getur lesið mig eins og opna bók. Ég er alls ekki að segja að hann sé fullkominn, enda held ég að ég myndi nú fljótt fá leið á þannig manni.
Lífið er svo yndislegt núna, fullt af ást og hamingju og ég lít björtum augum á framtíðina.