Friday, December 12, 2008

 

Að segja sannleikann

Ég var ósköp tvístígandi í gær. Í gær var nefnilega fyrsti í "skóútígluggann" og ég gat bara ekki ákveðið hvort ég ætti að segja syni mínum sannleikann, eða ekki. Ég velti þessu máli fyrir mér frá öllum hliðum. Hann er orðinn tíu ára og kannski kominn tími til að þess að hann vissi hver setti í skóinn. Ég var rög við að eyðileggja þessa stemmningu fyrir honum, en hafði að sama skapi áhyggjur af því að hann myndi verða fyrir aðkasti í skólanum. Hann er svo saklaus þessi elska og trúgjarn, en líka mjög viðkvæmur. Ég var því eiginlega búin að ákveða að segja þetta við hann "Sko ég veit ekkert um það hvort jólasveinninn sé til eða ekki, en ég set í skóinn"

En svo þegar hann kom til mín, fullur eftirvæntingar og var að spá í hvaða skó hann ætti að setja út í gluggann, féllust mér hendur. Ég bara fékk mig ekki til þess að segja neitt.

Þannig að málið er ennþá í biðstöðu og verður endurskoðað í dag.

Comments:
Ég sagði báðum mínum frá "jólasveininum" þegar þeir voru 10 ára....af því ég er svo góður lygari þá voru þeir ekki að trúa öðru en að karlinn væri til ;). Ég útskýrði fyrir þeim að þetta væri jólaleikur og ALLIR taka þátt í honum þegar þeir eru litlir og því BANNAÐ að segja öðrum frá.
Mikið svekkelsi af þeirra hálfu við að fá gruninn endanlega staðfestan - en ótrúlega fljótir að jafna sig hehe ;)
stubbakveðjur,
e
 
Sonur minn hefur ekki einu sinni spurt mig út í þetta mál. Mig grunar að hann viti þetta nú þegar, en vilji bara ekki taka áhættuna á að fá ekki í skóinn
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?