Tuesday, December 23, 2008

 

Jólakveðja

Jæja, þá eru víst jólin alveg að fara að bresta á, enn eitt árið. Það er alveg merkilegt að þegar maður eldist, er eins og jólin séu nýbúin þegar þau skella á aftur. Ástandið í ár er nú ekki svo slæmt. Það er búið að kaupa allar jólagjafir, skrifa jólakort og baka. Það á í raun bara eftir að þrífa og skreyta.

Ekki svo slæmt.

Þar sem það gefst víst lítill tími til að skrifa, þegar maður er með skúringartuskuna í einari, þá ætla ég bara að kasta á ykkur jólakveðju og vona að þið hafið það gott yfir hátíðarnar.

Gleðileg jól!


Comments:
Vona að þú hafir haft það gott so far um hátíðarnar Veiga mín :o)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?