Monday, December 01, 2008
Jóla-hvað!
Í dag eiga að vera 23 dagar til jóla. Það er ekki farið að örla á jólaskapi hjá mér. Ekki ögn. Ég hafði mig í það að setja upp jólaljós í gærkvöldi, hálf frosin og bölvaði þessu bara í sand og ösku. Fann aðventukransinn og kerti í hann, en gleymdi svo að kveikja á fyrsta kertinu. OG í dag er 1.desember og ég er ekki búin að græja dagatalið fyrir soninn. Þegar jólalögin hljóma í útvarpinu, slekk ég hreinlega á þeim. Ekki einu sinni reyna að minnast á jólagjafirnar við mig, nú eða smákökubakstur og jólahreingerningar. Ég verð bara pirruð.
Á þessum tíma hef ég yfirleitt verið sönglandi jólalög og farin að skipuleggja allt viðkomandi jólunum. Ég held bara að það sé ekki í lagi með mig í ár. Vill einhver senda mér smá jólaskap....plíííísss.
Á þessum tíma hef ég yfirleitt verið sönglandi jólalög og farin að skipuleggja allt viðkomandi jólunum. Ég held bara að það sé ekki í lagi með mig í ár. Vill einhver senda mér smá jólaskap....plíííísss.
Comments:
<< Home
Mikið er ég fegin að sjá að ég er ekki ein um þetta. Hélt að það væri eitthvað verulega mikið að mér.
Post a Comment
<< Home