Thursday, November 20, 2008

 

Hringtorg City

Jæja, ég varð nú bara að rjúfa bloggpásuna með smá innskoti. Ég get bara ekki orða bundist. Það er verið að gera enn eitt hringtorgið í hverfinu mínu. Það mætti halda að þeir væru að reyna að slá met í heimsmetabókinni, með öllum þessum hringtorgum. Var þetta virkilega eina lausnin á málinu. Þegar fólk spyr mig hvar ég eigi heima, þá get ég einfaldlega sagst eiga heima í hverfinu með hringtorgunum. Einhverra hluta vegna dettur mér alltaf í hug lagið "Gekk ég yfir sjó og land", þegar ég keyri um hverfið mitt þessa dagana. "Ég á heima í hringtorgalandi" eða eitthvað í þeim dúr.

Ég held að ég sé farin að trúa sögunni um að skipulagsfræðingurinn hafi verið með kaffibolla þegar hann teiknaði hverfið og lagt hann frá sér nokkrum sinnum á miðri leið.

Ja hérna, ég segi nú ekki annað.

Bis bald.

Comments:
Hehe... hefur þú farið á vellina í Hafnarfirði? Tengdamamma bjó þar og ég þurfti að fara í gegnum 7 hringtorg og manni var bara orðið óglatt þegar maður kom á leiðarenda :)
 
Hahaha það er ekki laust við að maður verði hálf sjóveikur í þessum stöðuga hringakstri.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?