Sunday, November 09, 2008

 

Bloggleti

Ég held að ég sé eitthvað hálf andlaus þessa dagana. Hef ekkert haft að blogga um nema undanfarnar helgar og það fer nú bara að verða leiðinleg lesning. Það er ekki það að það sé ekki nóg að gerast í mínu lífi, ég hef bara engan áhuga á að blogga um það.

Annars gæti maður hætt að hafa bloggið persónulegt og fara að blogga um það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Það er víst af nógu að taka þar. Ég hef bara svo lítinn áhuga á því að ræða það ástand. Ég verð nógu mikið vör við það í vinnunni og annars staðar og mér finnst bara ekkert gaman að vera með svekkelsisblogg.

Svo þangað til ég finn andann koma yfir mig, ætla ég bara að taka smá pásu.

Bis bald.

Comments:
Andinn kemur - fyrr eða síðar...
 
æiiii veiga - koma svo - geturðu ekki bloggað um elskulegu nágrannana eða póstburðarfólkið eða blaðburðarfólkið eða bílskrjóðinn eða skrítna yfirmanninn eða hálkuna eða snjóinn eða hvaða bók þú ert að lesa eða varst að lesa eða handavinnuna þína eða sjónvarpsefnið sem þú ert að glápa á eða skóna þína eða það sem er í fataskápnum eða ætti að vera þar eða uppáhalds kaffið þitt eða bónusferðina eða jólagjafahugleiðingarnar eða eða eða.....thiihi

knúsar
e
 
Úff Elín mín, ég er bara í einhverju blogg-óstuði núna.

En það getur breyst.
 
hvaða skrýtna yfirmann? hehehe
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?