Tuesday, November 04, 2008

 

Annað helgarblogg

Jæja. Það er víst liðin önnur helgi. Hún var frekar annasöm.

Á föstudaginn átti sonurinn afmæli. Hann varð 10 ára þessi elska. Í tilefni afmælis mættu 11 vaskir drengir í köku, leiki, pizzu og DVD (einmitt í þessari röð). Það var ekki laust við að maður yrði soldið lúin eftir 4 tíma afmælið.

Fjölskylduafmælið var svo haldið í hádeginu á sunnudegi. Ég ákvað að bjóða bara systkinum mínum + fjölskyldum og hafa þetta létt og afslappað. Kjúklingasalatið sló heldur betur í gegn og síðan var skypefundur með liðinu á Florida.

Og núna bíð ég bara eftir næstu helgi...

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?