Sunday, October 12, 2008

 

Venda!

Ég prófaði svolítið nýtt um helgina. Ég fór að sigla á seglskútu. Ég hafði aldrei prófað það áður, þe. að sigla fyrir seglum. OG mér fannst það rosalega gaman.

Ég komst að vísu að því að það getur verið hörkupúl að losa og festa kaðla og bönd, nákvæmlega á rétta augnablikinu. Ég varð gjörsamlega að treysa á skipstjórann, enda hafði ég engar áhyggjur af því að hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að gera. Ekki held ég nú að ég hafi gert mikið gagn í þessari sjóferð, enda hafði ég enga hugmynd út á hvað þetta gengi. Ég leysti bara bönd og herti bönd, nákvæmlega þegar mér var sagt að gera svo og svo stýrði ég víst eins og drukkinn sjóari.

Eins gott að Landhelgisgæslan var hvergi nærri.

EN þetta er eitthvað sem mig langar að gera aftur...og aftur. Það er svo stress-losandi að vera úti á sjó.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?