Friday, October 10, 2008
Skítt með kerfið
Ég er að reyna að sporna gegn því að smitast af fólki í kringum mig, sem heldur að allt sé að fara til fjandans. Ég vinn hjá lífeyrissjóð og eyði miklum tíma í símanum þessa dagana, að reyna að hughreysta aðra. Ég hef líka lent í að hughreysta fólk í kringum mig, bæði vini og vandamenn. Auðvitað veit ég að ástandið er mjög alvarlegt, en það er bara lítið sem ég get gert til að breyta því.
Þess vegna ætla ég mér að búa á bleiku skýi og halda í bjartsýnina. Ég ætla að njóta þess sem ég á og vera þakklát fyrir að hafa heilsu, eiga hraust og falleg börn, frábæra fjölskyldu og góða vini.
Um helgina á svo að taka lífinu létt og gera eitthvað skemmtilegt.
Er það ekki bara málið??
Þess vegna ætla ég mér að búa á bleiku skýi og halda í bjartsýnina. Ég ætla að njóta þess sem ég á og vera þakklát fyrir að hafa heilsu, eiga hraust og falleg börn, frábæra fjölskyldu og góða vini.
Um helgina á svo að taka lífinu létt og gera eitthvað skemmtilegt.
Er það ekki bara málið??
Comments:
<< Home
Til hamingju með þetta Veiga mín, það eru akkúrat svona viðbrögð sem eiga við núna. Verum þakklát fyrir að hafa fjölskylduna og vinina og hjálpumst að við að byggja upp þjóðfélagið að nýju. Umfram allt verum góð hvert við annað. Þetta er ekki heimsendir.
- Velgengni er geta okkar til að halda áfram ferðinni í gegnum ófremdarástand -
Winston Churchill.
Post a Comment
- Velgengni er geta okkar til að halda áfram ferðinni í gegnum ófremdarástand -
Winston Churchill.
<< Home