Sunday, October 05, 2008

 

Kjarklaus

Á þessum tíma árs verð ég alltaf mjög stressuð. Ástæðan fyrir þessu stressi er einfaldlega sú að ég er á báðum áttum hvort ég eigi að setja nagladekk undir núna eða seinna. Ég reyni að fresta því eins lengi og ég get, en lendi þá stundum í aðstæðum eins og á föstudaginn. Þá þorði ég hreinlega ekki að keyra í hálkunni og þurfti að senda MR-inginn með leigubíl. Ég tók sjálf strætó og fannst það bara í góðu lagi.

Ég held að þetta megi rekja til ársins 1997, þegar ég lenti í árekstri á þessum árstíma. Hann var töluvert harður, bíllinn gjörónýtur og ég rotaðist. Eftir þennan árekstur missti ég bara kjarkinn og hef ekki þorað að keyra á sumardekkjum, ef það er minnsta hálka úti.

En svona er ég nú bara.

Bis bald.

Comments:
Mér finnst það nú bara skiljanlegt!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?