Monday, October 27, 2008

 

Frábær helgi að baki

Þessi helgi var alveg frábær. Ég skellti mér á tónleika með Nýdönsk á laugardagskvöldið og skemmti mér mjög vel. Þeir voru þrusugóðir og spiluðu bæði ný og gömul lög.

Sunnudagurinn var bara einu orði sagt frábær, frá upphafi til enda.

Og í dag, er ég sönglandi nýjasta lagið með Nýdönsk, þó að ég kunni textann ekki fullkomlega og það er ekki hægt að finna hann á netinu. Ég held að hann sé einhvern veginn svona:

Alla tíð
Engu skiptir þó að allt
Í kringum okkur virðist kalt
Því þú veist, hvað við eigum
Núna virðist krepputíð
Ekki skaltu kvíða því
Við eigum hvort annað

Alla tíð

Í þúsund ár, heila eilífð
Það er __________?
(þarna vantar mig orðið, heyri ekki alveg hvað Daníel Ágúst segir)

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?