Sunday, August 31, 2008

 

Pistill helgarinnar

Þá er enn ein helgin að verða búin. Það er ekki hægt að segja annað en að hún hafi verið nokkuð vínlegin.

Á föstudeginum var haldið Mexico-partí hjá matarklúbbnum. Fjörið bregst aldrei þegar sá hópur kemur saman. Við systurnar háðum hálfgert Singstar einvígi, vorum hnífjafnar eins og venjulega og deildum því með okkur sigrinum. Hápunktur kvöldsins var samt tequila leikurinn, sem gekk út að að framkvæma þetta hefðbundna salt-tequila-sítróna, með lítinn plasthatt á hausnum. Sá sem missti hattinn af hausnum þurfti að taka annað skot. Ég þurfti þrjú til á ná tækninni.

Á laugardagskvöldinu var svo búið að ákveða að skella sér á Stuðmannaballið á Nesinu. Þrátt fyrir að ég sé löngu flutt af Nesinu, þá er maður nú alltaf Nesbúi inn við beinin. Fullt af fólki og mikið stuð, sem hélt svo áfram niðrí miðbæ fram undir morgun.

Og dagurinn í dag, það er spurning. Eitthvað þarf maður víst að framkvæma hérna á heimilinu og svo er aldrei að vita nema maður skelli sér í bíó í kvöld.

Bis bald.

Comments:
Stöð!
 
PARTÍANIMAL ;)
 
Ég missti alveg af Stuðmanna ballinu...var lasin heima og síminn í hleðslu svo ég missti af ykkur :o(
kem hress með næst :o)
Kv. Kristín P...sem er öll að hressast og drattaðist í vinnuna í dag
 
Það hlaut að vera eitthvað Kristín mín, ég reyndi mikið að ná á þig. Þú ert nefnilega alveg ómissandi á svona samkomur, alltaf svo hress. Það má vel vera að það verði eitthvað skipulagt eftir tvær vikur, hver veit.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?