Monday, August 18, 2008
Lífið er yndislegt
Það er komið mánudagskvöld og ég hef ekki ennþá getað fundið tíma til að setjast niður og skrifa ferðasögu. Þetta er einfaldlega vegna þess að það er búið að vera allt of mikið að gera hjá mér. Ég hef ekki einu sinni náð að ganga frá öllum þeim níu skópörum sem voru keypt í London, nú eða þá fötunum. Ég þarf að endurskipuleggja fataskápinn frá grunni og finna pláss fyrir ný föt og skó.
Helgin hjá mér var í einu orði sagt frábær. Ég fór í skemmtilegasta fertugsafmæli ever, hellingur af víni og hellingur af skemmtilegu fólki. Þegar þú setur þetta tvennt saman, getur útkoman bara orðið fullkomin. Afmælið var á laugardagskvöldinu, en þeir sem voru duglegastir við að skemmta sér fóru ekki heim fyrr en á sunnudagskvöldinu. Og að sjálfsögðu var ég þar á meðal.
Brekkusöngur og varðeldur, rauð, græn og gul skot OG kakó og Stroh. Það eru minningarnar sem eiga eftir að vistast í langtímaminninu, nú og svo að sjálfsögðu líka gisting í eldgömlum tjaldvagni.
Og söngurinn sem á eftir að óma í minningunni er að sjálfsögðu "Lífið er yndislegt". Nema hvað.
Helgin hjá mér var í einu orði sagt frábær. Ég fór í skemmtilegasta fertugsafmæli ever, hellingur af víni og hellingur af skemmtilegu fólki. Þegar þú setur þetta tvennt saman, getur útkoman bara orðið fullkomin. Afmælið var á laugardagskvöldinu, en þeir sem voru duglegastir við að skemmta sér fóru ekki heim fyrr en á sunnudagskvöldinu. Og að sjálfsögðu var ég þar á meðal.
Brekkusöngur og varðeldur, rauð, græn og gul skot OG kakó og Stroh. Það eru minningarnar sem eiga eftir að vistast í langtímaminninu, nú og svo að sjálfsögðu líka gisting í eldgömlum tjaldvagni.
Og söngurinn sem á eftir að óma í minningunni er að sjálfsögðu "Lífið er yndislegt". Nema hvað.