Monday, August 25, 2008
Er kominn vetur?
Þá er vetrarrútínan skollið á af öllum þunga. Ég held að þetta eigi alveg eftir að ganga upp hjá okkur, en það má þó lítið út af bregða. Það þarf að koma dótturinni í strætó niðrí Mjódd, helst ekki seinna en kl. 7.25 og síðan þarf að vekja morgunhressa drenginn. Hann er fremur seinn að koma sér á fætur og í raun það eina sem er vaknað á honum á morgnana er munnurinn. Hann virðist hafa svakalega mikla þörf fyrir djúpar samræður svona í morgunsárið. Móðir hans er kannski ekki alveg jafn morgunhress, eða amk ekki tilbúin í djúpar samræður.
Annars var helgin fremur róleg. Við mæðginin tókum nú ekki mikinn þátt í menningarlegum viðburðum á laugardaginn, en röltum samt aðeins um laugarveginn um kvöldið. Síðan var okkur boðið að sigla á nýju skútunni, sem hefur ekki fengið nafn. Það var sko ekki amarlegt. Skútan er einu orði sagt glæsileg. Þrjár káetur, tvö baðherbergi og eldhús er töluvert meiri flottheit en voru um borð í þeirri skútu sem fyrir var. Ég get ekki beðið eftir að fá að sigla aftur, og þá helst fyrir fullum seglum.
Annars bara á kafi í vinnu þessa vikuna og bíð spennt eftir næstu helgi.
Annars var helgin fremur róleg. Við mæðginin tókum nú ekki mikinn þátt í menningarlegum viðburðum á laugardaginn, en röltum samt aðeins um laugarveginn um kvöldið. Síðan var okkur boðið að sigla á nýju skútunni, sem hefur ekki fengið nafn. Það var sko ekki amarlegt. Skútan er einu orði sagt glæsileg. Þrjár káetur, tvö baðherbergi og eldhús er töluvert meiri flottheit en voru um borð í þeirri skútu sem fyrir var. Ég get ekki beðið eftir að fá að sigla aftur, og þá helst fyrir fullum seglum.
Annars bara á kafi í vinnu þessa vikuna og bíð spennt eftir næstu helgi.
Comments:
<< Home
Takk, takk. Það er amk orðið frekar haustlegt um að litast hérna í höfuðborginni, lauf að verða gul og rauð og veðrið farið að kólna.
Haha, ég sprakk úr hlátri þegar ég las þetta. Hann er alveg eins og Kalli, allt gerist svo ofur hægt á morgnana ... en hann talar því meira.
Hehe ég hef alltaf sagt það að sá sem kom með þá yfirlýsingu að konur töluðu mikið, þekkti greinilega ekki son minn. Og hann hefur það pottþétt frá pabba sínum ;)
Ef þetta gengur jafn vel í vetur og hefur gengið undanfarna viku, þá er þetta ekkert mál. Af fenginni reynslu veit ég bara að svo verður ekki.
Post a Comment
<< Home