Friday, August 22, 2008

 

Dagur 3-4

Þriðjudagurinn fór að mestu leyti í verslunarleiðangur í Covent Garden. Við fórum að vísu töluvert seinna af stað en áætlað var, en ég ætla ekki að fara nánar út í það af tillitsemi við dótturina. Í Covent Garden er hægt að finna flesta merkjavöru og þá flest þau merki sem dóttirin notar.

Miðvikudeginum var skipt í tvennt. Fyrri hlutinn var notaður í áframhaldandi verslunarráp á Oxford stræti, en síðan var haldið á Camden markaðinn. Ég hafði heyrt að það væri ómissandi hluti af því að upplifa London, að kíkja á þennan sögufræga markað og upplifa stemmninguna. Við vorum hrifnar af markaðnum, sem bauð upp á fjölbreytt mannlíf, en vorum sammála um það að Portobello Road markaðurinn í Notting Hill hefði verið skemmtilegri.

Um kvöldið áttum við pantað borð á veitingastaðnum Asia de Cuba. Ég hafði heyrt margt gott um staðinn og var því spennt að prófa hann. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þjónustan var frábær og maturinn ekki síðri. Við ákváðum að deila með okkur tveimur réttum og völdum okkur "Hoisin Duck" og "Honey-rum glazed pot roast of pork". Báðir réttirnir voru fullkomnir. Dóttirin vildi endilega fá sér eftirrétt, en ég ákvað að láta mér nægja einn Mojito eftir matinn, því ég var bara allt of södd fyrir eftirrétt. Hún valdi sér "Cuban Coffee Brownie", og það verður að segjast að þetta var besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað. Já, ég varð að smakka á þessari köku, hún var bara of góð til að sleppa því.
Í heildina var þetta frábært kvöld, alger matarfullnæging og að sjálfsögðu eignaðist ég vini. Lenti á spjalli við tvo herramenn á næsta borði og hefði setið lengur að spjalli ef þjónninn hefði ekki gefið okkur illt auga (vorum búnar að borða og borga)

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?