Tuesday, August 05, 2008

 

Aftur til vinnu

Þá er skyldufríinu lokið og vinna hefst aftur á morgun. Það er að vísu stutt í næsta frí, aðeins ein vika. Þá liggur leiðin til London í heila sex daga.

Ég afrekaði nú ekki ýkja mikið í þessu fríi. Ég lá í sólbaði, fór í ræktina, skoðaði fartölvur og náði að þrífa bílinn minn almennilega að innan. Helginni eyddi ég síðan í sumarbústað í Grímsnesi ásamt "aðalgenginu". Kom heim í gær og skellti mér í bíó með dótturinni. Við sáum Batman, sem var bara nokkuð góð að mínu mati. Jókerinn er flottur, Batman er flottur og svo á hann svo flott dót. Hún var að vísu aðeins í lengri kantinum, en alveg þess virði að sjá hana.

Eitthvað segir mér að það eigi eftir að verða erfitt að vakna til vinnu í fyrramálið.

Bis bald.

Comments:
Góða skemmtun í Londons :)

e
 
Takk Elín mín.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?