Sunday, July 27, 2008

 

London calling...again

Tvær vikur til stefnu. Tvær vikur þangað til við mæðgurnar verðum að rölta um stræti Lundúna. Þetta verður ögn afslappaðri ferð en síðast, en samt nóg að gera. Hápunktur ferðarinnar, að mínu mati, verður 16 ára afmælisdagur dótturinnar. Þá ætlum við að skella okkur út að borða og svo á Mamma Mia. Annað hefur ekki verið planað, fyrir utan kvöldmat á Asia de Cuba. Mér er sagt að maturinn þar sé mjög góður. Kannski nær hann að slá út Hakkasan, sem við fórum á í fyrra.

Annars verðum við bara góðar í skoðunarferðum og afslöppun. Ef ég þekki dóttur mína rétt, verður líka eitthvað gert af því að þramma um Oxford stræti. Eins gott að muna eftir því að taka með sér þægilega skó.

Og hitinn í London í dag...28 gráður.

Comments:
Hljómar vel - alltaf gaman í London. Góða skemmtun!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?